top of page

Amelia Earhart

Amelia Earhart var bandarísk kona sem var fyrst allra kvenna að fljúga yfir bæði Atlants- og Kyrrahafið. Hún reyndi svo að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis Jörðina, en á lokakaflanum hvarf hún ásamt flugleiðsögumanni sínum og sáust þau aldrei framar

Cecil Torben Faber

Cecil Torben Faber kapteinn, danskur maður sem verið hafði í breska flughernum í 4 ár var ráðinn fyrsti flugmaður Flugfélags Íslands. Hann flaug Avro 504 K.

Manfred Von Richthofen

Manfred Von Richthofen betur þekktur sem Rauði Baróninn, vegna rauðu Fokker Dr. I flugvélarinnar sinnar, var þýsk "þjóðarhetja" í fyrri heimsstyrjuöldinni. Hann var mjög farsæll og er sagður hafa unnið 80 sigra. Hann vann sinn 80. sigur 20. apríl árið 1018. Daginn eftir var hann drepinn af Kanadamanninum Wilfrid May. Ósigur Richthofen braut niður sjálfstraust Þjóðverja.

Lincoln Beachey

Lincoln Beachey, fæddur árið 1887, var álitinn bestur af fyrstu flugmönnum Bandaríkjanna og djarfasti og litríkasti flugmaður síns tíma. Beachy gekk til liðs við flokk Curtiss-sýningarflugmanna árið 1911 og fann upp hina „höfuðlausu“ D-gerð.  Thomas Edison og Orville Wright voru meðal aðdáenda Beacheys og Wright lýsti honum sem „dásamlegasta flugmanni sem hann hefði séð“. Síðasta flugið hans árið 1915 átti að vera fyrsta sýning á lóðréttu S-i. Þegar Beachey var að keyra vélina í gegnum veltu brotnaði hún og steyptist í San-Francisco-flóann og varð það hans bani.

 

bottom of page